Sport

Birnirnir borðuðu Ljónin

Tröllin Julius Peppers og Brian Urlacher áttu frábæran leik í vörn Bears.
Tröllin Julius Peppers og Brian Urlacher áttu frábæran leik í vörn Bears.
Hín ógnarsterka vörn Chicago Bears pakkaði sóknarliði Detroit Lions saman í nótt í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Lokatölur 13-7. Birnirnir eru því á toppnum í riðli liðanna með fimm sigra og eitt tap.

Ljónin frá Detroit hafa aftur á móti valdið vonbrigðum á þessari leiktíð með tveim sigrum og fjórum töpum. Staða sem liðið þekkir vel en eftir velgengni síðasta tímabils var búist við meiru af liðinu í ár.

Vörn Bears bar liðið á herðunum allan leikinn enda skoraði Detroit ekki fyrr en í lok leiksins eftir að hafa hvorki komist lönd né strönd nær allan leikinn.

Jay Cutler, leikstjórnandi Bears, brákaði líklega rifbein í leiknum en hann kláraði þó leikinn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×