Alþjóðabankinn: Erfiðara en áður að stunda viðskipti á Íslandi 23. október 2012 06:36 Ísland heldur áfram að falla niður árlegan lista Alþjóðabankans um hvar sé auðveldast að stunda viðskipti í heiminum. Ísland fellur um eitt sæti og er komið niður í 14. sæti listans fyrir næsta ár. Ísland var iðulega í einu af topp tíu sætunum fyrir hrun en hefur fallið niður þennan lista síðan. Í aðeins einum málaflokki af tíu sem mældir eru er Ísland í fyrsta sæti en það er aðgangur að rafmagni. Mest fellur Ísland í málaflokknum að stofna fyrirtæki en þar fer landið úr 37. sæti listans og niður í 45. sætið. Af öðrum málaflokkum má nefna lánamöguleika, fjárfestavernd og milliríkjaviðskipti. Lægsta mælingin hvað Ísland varðar eru milliríkjaviðskiptin þar sem landið er í 82. sæti. Þar gætir áhrifa gjaldeyrishaftanna hér á landi. Singapore er efst á þessum lista bankans og hefur raunar haldið því sæti undanfarin sjö ár. Öll hin Norðurlöndin eru fyrir ofan Ísland á listanum. Raunar er Svíþjóð aðeins einu sæti fyrir ofan Ísland á listanum og Finnland er í 11. sæti. Bæði Danmörk og Noregur eru hinsvegar í topp tíu sætunum. Pólland er það land á listanum sem bætir stöðu sína mest að þessu sinni. Landið fer úr 62. sætinu og upp í 55. sætið á listanum. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Ísland heldur áfram að falla niður árlegan lista Alþjóðabankans um hvar sé auðveldast að stunda viðskipti í heiminum. Ísland fellur um eitt sæti og er komið niður í 14. sæti listans fyrir næsta ár. Ísland var iðulega í einu af topp tíu sætunum fyrir hrun en hefur fallið niður þennan lista síðan. Í aðeins einum málaflokki af tíu sem mældir eru er Ísland í fyrsta sæti en það er aðgangur að rafmagni. Mest fellur Ísland í málaflokknum að stofna fyrirtæki en þar fer landið úr 37. sæti listans og niður í 45. sætið. Af öðrum málaflokkum má nefna lánamöguleika, fjárfestavernd og milliríkjaviðskipti. Lægsta mælingin hvað Ísland varðar eru milliríkjaviðskiptin þar sem landið er í 82. sæti. Þar gætir áhrifa gjaldeyrishaftanna hér á landi. Singapore er efst á þessum lista bankans og hefur raunar haldið því sæti undanfarin sjö ár. Öll hin Norðurlöndin eru fyrir ofan Ísland á listanum. Raunar er Svíþjóð aðeins einu sæti fyrir ofan Ísland á listanum og Finnland er í 11. sæti. Bæði Danmörk og Noregur eru hinsvegar í topp tíu sætunum. Pólland er það land á listanum sem bætir stöðu sína mest að þessu sinni. Landið fer úr 62. sætinu og upp í 55. sætið á listanum.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira