Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir birti mynd af miðum á heimsfrumsýningu Bond-kvikmyndarinnar Skyfall á Facebook-síðu sinni í gær.
Miðana segist Halla hafa fundið úti á götu. Á þeim stendur prentað að Vilhjálmur prins og eiginkona hans verði viðstödd sýninguna sem fram fer í Royal Albert Hall annað kvöld.
Halla, sem er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sitt sem kynnir í íslensku útgáfunni af X Factor, er búsett í London þar sem hún starfar við leiklist.
- sm
Happafundur
