Sigurjón og Christine ofurhlauparar ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 17:30 Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson. Mynd/Heimasíða FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum. Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti