Það var mikið áfall fyrir NFL-lið Indianapolis Colts þegar þjálfari liðsins, Chuck Pagano, var greindur með hvítblæði í upphafi tímabilsins.
Það var það síðasta sem ungt og óreynt lið Colts þurfti á að halda. Liðinu var spáð slöku gengi en með Andrew Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, í banastuði hefur Colts tekist að vinna fimm leiki á móti þremur töpum. Magnaður árangur.
Luck setti nýliðamet í gær þegar hann kastaði boltanum 433 jarda fyrir framan Pagano sem var mættur í stúkuna að fylgjast með drengjunum.
Eftir leik mætti Pagano inn í klefa til drengjanna og hélt sterka ræðu sem snerti alla sem þar voru.
"Við finnum fyrir nærveru hans alla daga. Það gaf okkur svo mikið að sjá hann og heyra í honum á nýjan leik," sagði Luck sem sló ársgamalt met Cam Newton.
Veikur þjálfari Colts sá Luck setja met

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn

Fleiri fréttir
