Þóra Björg: Það furðulegasta sem ég hef lent í á ferlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 19:45 Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira