Saksóknaraembættið í Dallas hefur ákveðið að halda til streitu kæru gegn Dez Bryant, leikmanni Dallas Cowboys, en hann er ákærður fyrir ofbeldi í garð móður sinnar.
Bryant og móður hans lenti saman í sumar með þeim afleiðingum að hann sló móður sína utan undir með derhúfu.
Móðirinn vildi fella niður kæruna en saksóknaraembættið ætlar að fara með málið alla leið.
Ef Bryant verður fundinn sekur gæti hann fengið leikbann hjá NFL-deildinni sem tekur hart á öllum slíkum málum.
Sport