Di Matteo rekinn frá Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2012 09:15 Roberto Di Matteo í síðasta leiknum í gær. Mynd/AP Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Roberto Di Matteo tók við Chelsea af André Villas-Boas í byrjun mars en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Portúgalans. Chelsea gerði flotta hluti undir hans stjórn síðustu mánuði tímabilsins og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Chelsea byrjaði líka þetta tímabil mjög vel en síðan fór allt að ganga á afturfótunum og liðið hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 8 leikjum sínum í öllum keppnum. Tapið á mótið Juve í gær setur liðið í slæma stöðu fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Chelsea gæti þar með orðið fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki upp úr sínum riðli í titilvörninni. Yfirlýsingin frá ChelseaKnattspyrnufélagið Chelsea lauk í morgun samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo Frammistaða liðsins að undanförnu og úrslit hafa ekki staðið undir væntingum og eigandinn auk stjórnarinnar taldi að breytinga væri þörf til að stýra skipinu í rétta átt á þeim mikilvæga hluta tímabilsins sem nú fer í hönd. Félagið á erfitt verkefni fyrir höndum að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar ásamt því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum ásamt því að keppa í þremur öðrum bikarkeppnum. Markmið okkar er að vera eins samkeppnishæfir og mögulegt er og berjast um titla á öllum vígstöðvum. Eigandinn og stjórnin vill þakka Roberto fyrir allt sem hann hefur gert í þágu félagsins frá því hann tók við stjórastöðunni í mars. Roberto stýrði liðinu til sögulegs sigurs í Meistaradeildinni og gerði liðið að enskum bikarmeistara í sjöunda skipti. Við munum aldrei gleyma hans mikla framlags til sögu félagsins og hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge. Félagið mun fljótlega senda út fréttatilkynningu hvað varðar nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Roberto Di Matteo tók við Chelsea af André Villas-Boas í byrjun mars en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Portúgalans. Chelsea gerði flotta hluti undir hans stjórn síðustu mánuði tímabilsins og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Chelsea byrjaði líka þetta tímabil mjög vel en síðan fór allt að ganga á afturfótunum og liðið hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 8 leikjum sínum í öllum keppnum. Tapið á mótið Juve í gær setur liðið í slæma stöðu fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Chelsea gæti þar með orðið fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki upp úr sínum riðli í titilvörninni. Yfirlýsingin frá ChelseaKnattspyrnufélagið Chelsea lauk í morgun samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo Frammistaða liðsins að undanförnu og úrslit hafa ekki staðið undir væntingum og eigandinn auk stjórnarinnar taldi að breytinga væri þörf til að stýra skipinu í rétta átt á þeim mikilvæga hluta tímabilsins sem nú fer í hönd. Félagið á erfitt verkefni fyrir höndum að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar ásamt því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum ásamt því að keppa í þremur öðrum bikarkeppnum. Markmið okkar er að vera eins samkeppnishæfir og mögulegt er og berjast um titla á öllum vígstöðvum. Eigandinn og stjórnin vill þakka Roberto fyrir allt sem hann hefur gert í þágu félagsins frá því hann tók við stjórastöðunni í mars. Roberto stýrði liðinu til sögulegs sigurs í Meistaradeildinni og gerði liðið að enskum bikarmeistara í sjöunda skipti. Við munum aldrei gleyma hans mikla framlags til sögu félagsins og hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge. Félagið mun fljótlega senda út fréttatilkynningu hvað varðar nýjan knattspyrnustjóra félagsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira