Slitastjórn gamla Landsbankans er við það að ljúka við sölu á Aurum Holding. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður um söluna staðið yfir um skeið að undanförnu og tímaspursmál hvenær málin verði kláruð endanlega. Fyrirtækið sem slitastjórnin á í viðræðum við heitir Apollo og er eignarhaldsfélag sem á meðal annars nokkrar skartgripakeðjur.
Breska blaðið Telegraph fjallaði um söluferlið á Aurum á sunnudag fyrir viku. Þar kom fram að líklegt söluverðmæti fyrirtækisins er um 180 milljónir sterlingspunda, eða um 36 milljarðar króna. Sú upphæð samsvarar sexföldum rekstrarhagnaði fyrirtækisins í ár.
Aurum Holding rekur úra- og skartgripaverslanakeðjurnar Goldsmiths og Mappin & Webb. Fyrirtækið var upphaflega í eigu Baugs Group, en slitastjórn Landsbankans tók fyrirtækið yfir þegar Baugur fór í þrot.
Slitastjórnin að klára söluna á Aurum
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Viðskipti innlent

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“
Viðskipti innlent

Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör
Viðskipti innlent

Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif
Viðskipti erlent

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár
Viðskipti innlent


Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli
Viðskipti innlent

Ráðinn fjármálastjóri Origo
Viðskipti innlent