Innlent

Lárus segist ekki hafa á­kveðið lánin til Milestone

MH og JHH skrifar
Við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun.
Við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun.

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, segir að ákvarðanir um lánveitingar til Milestone hafi verið teknar að sér fjarstöddum. Þetta sagði hann í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Vafningsmálið hófst í morgun.

Lárus og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað Milestone tíu milljarða í febrúar 2008, í gegnum félagið Vafning, gegn ófullnægjandi tryggingum, meðal annars til að tryggja að hlutabréf í Glitni féllu ekki í verði.

Lárus sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi ekki átt neitt undir persónulega, í neinum viðskiptum Glitnis og Milestone. Lárus fór svo yfir stöðu efnahagsmála á árinu 2008, eins og hún horfir við honum.

Fylgstu með réttarhöldunum á Twitter, á forsíðu Vísis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×