Darya Pishchalnikova frá Rússlandi, sem vann silfurverðlaun í kringlukasti kvenna á Ólympíuleikunum í London í sumar, sætir rannsókn vegna mögulegra misnotkun á lyfjum.
„Í október 2012 krafðist Alþjóðalyfjaeftirlitið þess að sýni Pishchalnikova frá því í maí yrði sent til frekari rannsókna hjá rannsóknarstofu í Lausanne. Niðurstaða sýnisins var jákvæð," segir á heimasíðu lyfjaeftirlitsins í Rússlandi.
Pishchalnikova neitar staðfastlega sök. Verði hún fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér lífstíðarbann frá íþrótt sinn. Ástæða þess er sú að um yrði að ræða annað skiptið sem Pishchalnikova fengi dóm í tengslum við lyfjamisnotkun.
Pishchalnikova grunuð um lyfjamisnotkun
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti


„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn