Rugby lið á höttunum eftir næsta Usain Bolt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 11:15 Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira