Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2012 11:26 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sætt rannsóknar vegna Aurum málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli. Vísir hefur undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember síðastliðinn. Málið snýst um sex milljarða lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur skartgripaverslanir. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Sérstakan saksóknara grunar að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir. Í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Félagið verður afhent á fyrsta fjórðungi næsta árs, en fyrirvari er um samþykki breskra samkeppnisyfirvalda," segir Jón Ásgeir í bréfinu. Þá bendir Jón Ásgeir á að á lokametrum sölunnar hafi Damas sett sig í samband við seljendur og óskað eftir því að fá að kaupa félagið fyrir hærra verð. Þar sem skilmálar um sölu á Aurum til Apollo hafi þá þegar verið undirritað hafi ekki verið hægt að selja félagið Damas, sem vildi kaupa það nánast án nokkurra fyrirvara eða annarra skilyrða.Bréf Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar má lesa hér að neðan „Hinn 17. nóvember sl. sendi ég þér tölvupóst með óundirrituðu HOT (Head of Terms) um sölu á hlutafé Aurum. Með tölvupóstinum fylgdi einnig með matsskýrsla Valdimars Guðnasonar endurskoðanda um ársreikninga Fons hf. frá árinu 2005, en hann var dómkvaddur matsmaður að beiðni þb. Fons hf. Þrátt fyrir að í niðurlagi tölvupóstsins til þín hafi verið óskað eftir staðfestingu á móttöku hans, hefur sú staðfesting ekki borist. Er því brugðið á það ráð nú að senda þér formlegt bréf, enda fleiri atvik gerst síðan 17. nóvember sl., sem skipta máli fyrir þetta mál og rétt er að vekja athygli þína á. Laugardaginn 1. desember sl. var endanlegur kaupsamningur um Aurum undirritaður. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Söluverð hlutafjárins var u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Félagið verður afhent á fyrsta fjórðungi næsta árs, en fyrirvari er um samþykki breskra samkeppnisyfirvalda. Á lokametrum sölunnar setti Damas sig í samband við seljendur og óskaði eftir því að fá að kaupa félagið fyrir hærra verð. Þar sem HOT hafði þá þegar verið undirritað var ekki hægt að selja félagið Damas, sem vildi kaupa það nánast án nokkurra fyrirvara eða annarra skilyrða. Ég vek athygli á því að slitabú Landsbanka Íslands hf. hefur allar upplýsingar undir höndum og ættu að vera hæg heimatökin hjá embætti þínu að afla þeirra þar, sem er nauðsynlegt sé þessi rannsókn til enn til staðar og ef eitthvað er að marka frétt vb.is <http://vb.is> frá því í síðustu viku. Við mat á s.k. Aurum máli verður að hafa það í huga að þrátt fyrir að hlutafé félagsins hafi verið skrifað niður á árinu 2009 og skuldum breytt í hlutafé var það ekki vegna ógjaldfærni félagsins, heldur vegna þess að handhöfn skulda félagsins og hlutafjár var komið á sömu hendi, þ.e. við fullnustuaðgerðir bankanna (s.k. equity swop). Um þetta hefur Landsbankinn einnig gögn undir höndum, sem ættu að vera mikilvægt innlegg í málið. Slitabú Landsbanka Íslands hf. breytti 8,5 milljörðum af skuldum í hlutafé á árinu 2009. Söluverð vegna hlutar Landsbankans er í dag u.þ.b. 22 milljarðar. Skuldir Baugs við Landsbankann vegna Aurum voru í kringum 4 milljarðar, þannig að hagnaður Landsbankans er í kringum 10 milljarðar vegna þessa tiltekna hlutafjár. Við umbreytingar á skuldum Aurum í hlutafé á árinu 2009 var Glitni boðið að taka þátt í hlutafjáraukningunni, sem slitastjórn Glitnis hafnaði. Með því varð Glitnir af því tækifæri að verja eign sína. Hefði sú ákvörðun verið tekin er ljóst að tap Glitnis vegna umræddra viðskipta hefði ekki átt sér stað. Don MacCharty, sem tók stöðu Glitnis við aukninguna er nú að hagnast um á fimmta milljarð ISK. Sá hagnaður hefði auðveldlega getið verið Glitnis, ef réttar ákvarðanir hefðu verið teknar. Afkoma Aurum á liðnum árum er í samræmi við það sem lagt var til grundvallar árið 2008, ef árið 2009 er talið frá en vegna ástands í efnahagslífi vestrænna hagkerfa það ár varð afkoman mun verri. Það var ófyrirséð árið 2008 Ég treysti því að þið farið yfir þessar upplýsingar og aflið nauðsynlegra gagna. Flest þeirra eru aðgengileg hjá slitabúi Landsbanka Íslands hf. Ég ítreka að rannsaka ber mál jafnt til sýknu sem sektar. Ástæða þeirrar ítrekunar er sú að á þeim 10 árum sem ég hef þurft að standa í málaskaki við yfirvöld hér á landi, hefur þessari meginreglu í saksókn og rannsókn mála verið margbrotin á mér.“ Aurum Holding málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli. Vísir hefur undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember síðastliðinn. Málið snýst um sex milljarða lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur skartgripaverslanir. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Sérstakan saksóknara grunar að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir. Í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Félagið verður afhent á fyrsta fjórðungi næsta árs, en fyrirvari er um samþykki breskra samkeppnisyfirvalda," segir Jón Ásgeir í bréfinu. Þá bendir Jón Ásgeir á að á lokametrum sölunnar hafi Damas sett sig í samband við seljendur og óskað eftir því að fá að kaupa félagið fyrir hærra verð. Þar sem skilmálar um sölu á Aurum til Apollo hafi þá þegar verið undirritað hafi ekki verið hægt að selja félagið Damas, sem vildi kaupa það nánast án nokkurra fyrirvara eða annarra skilyrða.Bréf Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar má lesa hér að neðan „Hinn 17. nóvember sl. sendi ég þér tölvupóst með óundirrituðu HOT (Head of Terms) um sölu á hlutafé Aurum. Með tölvupóstinum fylgdi einnig með matsskýrsla Valdimars Guðnasonar endurskoðanda um ársreikninga Fons hf. frá árinu 2005, en hann var dómkvaddur matsmaður að beiðni þb. Fons hf. Þrátt fyrir að í niðurlagi tölvupóstsins til þín hafi verið óskað eftir staðfestingu á móttöku hans, hefur sú staðfesting ekki borist. Er því brugðið á það ráð nú að senda þér formlegt bréf, enda fleiri atvik gerst síðan 17. nóvember sl., sem skipta máli fyrir þetta mál og rétt er að vekja athygli þína á. Laugardaginn 1. desember sl. var endanlegur kaupsamningur um Aurum undirritaður. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Söluverð hlutafjárins var u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Félagið verður afhent á fyrsta fjórðungi næsta árs, en fyrirvari er um samþykki breskra samkeppnisyfirvalda. Á lokametrum sölunnar setti Damas sig í samband við seljendur og óskaði eftir því að fá að kaupa félagið fyrir hærra verð. Þar sem HOT hafði þá þegar verið undirritað var ekki hægt að selja félagið Damas, sem vildi kaupa það nánast án nokkurra fyrirvara eða annarra skilyrða. Ég vek athygli á því að slitabú Landsbanka Íslands hf. hefur allar upplýsingar undir höndum og ættu að vera hæg heimatökin hjá embætti þínu að afla þeirra þar, sem er nauðsynlegt sé þessi rannsókn til enn til staðar og ef eitthvað er að marka frétt vb.is <http://vb.is> frá því í síðustu viku. Við mat á s.k. Aurum máli verður að hafa það í huga að þrátt fyrir að hlutafé félagsins hafi verið skrifað niður á árinu 2009 og skuldum breytt í hlutafé var það ekki vegna ógjaldfærni félagsins, heldur vegna þess að handhöfn skulda félagsins og hlutafjár var komið á sömu hendi, þ.e. við fullnustuaðgerðir bankanna (s.k. equity swop). Um þetta hefur Landsbankinn einnig gögn undir höndum, sem ættu að vera mikilvægt innlegg í málið. Slitabú Landsbanka Íslands hf. breytti 8,5 milljörðum af skuldum í hlutafé á árinu 2009. Söluverð vegna hlutar Landsbankans er í dag u.þ.b. 22 milljarðar. Skuldir Baugs við Landsbankann vegna Aurum voru í kringum 4 milljarðar, þannig að hagnaður Landsbankans er í kringum 10 milljarðar vegna þessa tiltekna hlutafjár. Við umbreytingar á skuldum Aurum í hlutafé á árinu 2009 var Glitni boðið að taka þátt í hlutafjáraukningunni, sem slitastjórn Glitnis hafnaði. Með því varð Glitnir af því tækifæri að verja eign sína. Hefði sú ákvörðun verið tekin er ljóst að tap Glitnis vegna umræddra viðskipta hefði ekki átt sér stað. Don MacCharty, sem tók stöðu Glitnis við aukninguna er nú að hagnast um á fimmta milljarð ISK. Sá hagnaður hefði auðveldlega getið verið Glitnis, ef réttar ákvarðanir hefðu verið teknar. Afkoma Aurum á liðnum árum er í samræmi við það sem lagt var til grundvallar árið 2008, ef árið 2009 er talið frá en vegna ástands í efnahagslífi vestrænna hagkerfa það ár varð afkoman mun verri. Það var ófyrirséð árið 2008 Ég treysti því að þið farið yfir þessar upplýsingar og aflið nauðsynlegra gagna. Flest þeirra eru aðgengileg hjá slitabúi Landsbanka Íslands hf. Ég ítreka að rannsaka ber mál jafnt til sýknu sem sektar. Ástæða þeirrar ítrekunar er sú að á þeim 10 árum sem ég hef þurft að standa í málaskaki við yfirvöld hér á landi, hefur þessari meginreglu í saksókn og rannsókn mála verið margbrotin á mér.“
Aurum Holding málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira