Viðskipti innlent

Samherji seldi á hærra verði

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Útflutningsverð Samherja á botnfiski er að jafnaði hærra en samkeppnisaðila í greininni. Þetta sýna niðurstöður IFS greiningar sem greindi allan fiskútflutning Íslendinga á árunum 2007-2012 að beiðni Samherja. Tilefni greiningarinnar var það að í mars síðastliðnum fékk Seðlabanki Íslands húsleitarheimild hjá Samherja sem byggja á útreikningum á útflutningsverði karfa. Ástæðan var ásökun um að Samherji væri að flytja út fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði.

Í bréfi sem stjórnendur Samherja sendu starfsmönnum sínum segir að Héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest að útreikningarnir væru rangir. Nú séu liðnir 9 mánuðir frá því að húsleitin var gerð en fullyrt í upphafi af hálfu Seðlabankans að rannsóknin myndi taka stuttan tíma. „Á þessu tímabili hefur einungis ein fyrirspurn komið frá Seðlabanka Íslands varðandi útflutning á fiski. Spurt var um bleikjuútflutning til Þýskalands en á 44 mánaða tímabili hafa einungis verið flutt út 11 tonn af bleikju til tengdra aðila! Við höfum ítrekað boðið Seðlabanka Íslands aðstoð við greiningu gagna til að flýta fyrir rannsókninni," segir í bréfinu.

:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×