Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu 4. janúar 2012 08:00 Arnar Gunnlaugs og leikkonan Michaela Conlin hafa verið saman í nokkra mánuði en það var fyrir tilstilli Ásdísar Ránar að parið kynntist. Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni). Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni).
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira