Lífið

Heiður að skrifa um Bob Dylan

mikill heiður Michael Pollock er mjög ánægður með að hafa fengið að skrifa í bókina Feed America.Fréttablaðið/pjetur
mikill heiður Michael Pollock er mjög ánægður með að hafa fengið að skrifa í bókina Feed America.Fréttablaðið/pjetur
„Mér finnst þetta mikill heiður," segir tónlistarmaðurinn og Utangarðsmaðurinn fyrrverandi Michael Pollock.

Hann er á meðal þeirra sem skrifa í nýja bók sem er tileinkuð bandaríska tónlistarmanninum Bob Dylan og gefin út með hans samþykki. Aðdáendur Dylans víðs vegar um heiminn skrifuðu sínar hugleiðingar um Dylan í bókina og var Pollock á meðal þeirra. Bókin nefnist How Does It Feel og er m.a. fáanleg á síðunni Amazon. Allur ágóði hennar rennur til samtakanna Feed America sem Dylan hefur sjálfur styrkt í gegnum árin.

Meðal annars rann allur ágóði af jólaplötu hans Christmas in the Heart sem kom út fyrir þremur árum til samtakanna, sem reyna að vinna bug á hungursneyð í Bandaríkjunum.

Það var bandaríski Dylan-aðdáandinn Joe Ladwig sem átti hugmyndina að bókinni. Mike Pollock sá póst frá Ladwig á Facebook þar sem verkefnið var kynnt og setti sig í samband við hann. „Ég spurði hvort ég mætti leyfa honum að sjá hvað ég hefði að segja og hann var stóránægður með það," segir hann.

Pollock fer hlýjum orðum um Dylan í bókinni. „Hann er eitt merkasta núlifandi ljóðskáldið í heiminum, þar fer ekki á milli mála. Ég vona bara að þessi bók veiti fólki innblástur." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.