Útbrunnin umræðuhefð 26. janúar 2012 06:00 Íslensk samskiptahefð hefur um nokkurt skeið helst gengið út á að gera þann sem er ekki sammála þér í einu og öllu að persónugervingi hins illa. Er það í sjálfu sér rannsóknarefni hvers vegna samskipti á opinberum vettvangi eru svona neikvæð og málamiðlanir og samvinna fjarlægur kostur. Um það er sem betur fer rætt þessa dagana. Hatrömm og tilfinningaþrungin samskipti manna eru engum til gagns, allra síst þjóðarskútunni. Sá heimur sem maðurinn skapar, verður spegilmynd af sjálfum honum. Stjórnmálaumræðan er hér næsta útbrunnin og öll málefni í meira lagi sundurlaus. Það er mikilvægt að menn færi rök fyrir skoðunum sínum, því þá þjálfa þeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun þeirra sem fylgjast með orðræðunni. Í fjölmennum samfélögum lærist mörgum snemma að virða viðurkennda samskiptasiði ef þeir vilja ná markmiðum sínum og gera samfélagið ánægjulegra. Meðal annars að sýna nærgætni, áhuga og virðingu í hvers konar mannlegum samskiptum. Í því samhengi er fjallað um mikilvægi þess sem kallað er social capital eða félagslegur auður og við Íslendingar þurfum að rækja betur, ekki síst til að ná okkur út úr efnahagsörðugleikunum. Frelsi og jafnrétti – af hverju ekki líka bræðralag. Er það ekki misskilningur að það hugtak sé gamaldags ? Evrópusambandið er samband fullvalda lýðræðisríkja sem hafa ákveðið að hafa með sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarðana innan þessa samstarfs gilda ákveðnar reglur. Samvinna þeirra og ákvarðanir krefjast samráðs, samskiptahæfni fulltrúa þeirra og virðingar fyrir málefnum hverrar aðildarþjóðar. Áhugavert væri að sjá þróun íslenskrar umræðu- og samskiptahefðar í því umhverfi. Það væri góður skóli og líklega sá eini sem er í boði á því sviði. Hvernig eflum við framtíð þjóðarinnar ?Leita þarf allra leiða til að tryggja farsæla framtíð þjóðarinnar. Af henni höfum við áhyggjur. Eru stjórnmálaflokkarnir að efla okkur trú á betri tíð á Íslandi með blóm í haga? Hugsanlega felast mestir möguleikar í þeirri ákvörðun Alþingis að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort aðild að sambandinu væri okkur hagstæð eða ekki að mati kosningabærra manna. Enginn getur sagt til um það fyrirfram hvað út úr þeim viðræðum kemur, þótt öðru sé stundum haldið fram. Það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri til þess að yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem nauðsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig þetta væri ef við værum aðilar að ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar þessar spurningar uppi innan sinna vébanda þótt það fari ekki hátt. Ljóst má vera að meirihluti þjóðarinnar styður vestræna samvinnu. Það er því fullt tilefni til að skoða það ítarlega með sama hætti og Norðmenn hvort það sé okkur ekki fyrst og fremst til vansa að vera ekki meðal þátttökuþjóðanna af fullum þunga, í stað þess að veita einhliða viðtöku löggjöf og reglum sem þær ákveða á grundvelli EES samningsins. Annars er samanburður á aðstöðu Íslands og Noregs alltaf önugur, því staðreyndin er sú að Norðmenn eru efnaðir, en Íslendingar berjast í bökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslensk samskiptahefð hefur um nokkurt skeið helst gengið út á að gera þann sem er ekki sammála þér í einu og öllu að persónugervingi hins illa. Er það í sjálfu sér rannsóknarefni hvers vegna samskipti á opinberum vettvangi eru svona neikvæð og málamiðlanir og samvinna fjarlægur kostur. Um það er sem betur fer rætt þessa dagana. Hatrömm og tilfinningaþrungin samskipti manna eru engum til gagns, allra síst þjóðarskútunni. Sá heimur sem maðurinn skapar, verður spegilmynd af sjálfum honum. Stjórnmálaumræðan er hér næsta útbrunnin og öll málefni í meira lagi sundurlaus. Það er mikilvægt að menn færi rök fyrir skoðunum sínum, því þá þjálfa þeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun þeirra sem fylgjast með orðræðunni. Í fjölmennum samfélögum lærist mörgum snemma að virða viðurkennda samskiptasiði ef þeir vilja ná markmiðum sínum og gera samfélagið ánægjulegra. Meðal annars að sýna nærgætni, áhuga og virðingu í hvers konar mannlegum samskiptum. Í því samhengi er fjallað um mikilvægi þess sem kallað er social capital eða félagslegur auður og við Íslendingar þurfum að rækja betur, ekki síst til að ná okkur út úr efnahagsörðugleikunum. Frelsi og jafnrétti – af hverju ekki líka bræðralag. Er það ekki misskilningur að það hugtak sé gamaldags ? Evrópusambandið er samband fullvalda lýðræðisríkja sem hafa ákveðið að hafa með sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarðana innan þessa samstarfs gilda ákveðnar reglur. Samvinna þeirra og ákvarðanir krefjast samráðs, samskiptahæfni fulltrúa þeirra og virðingar fyrir málefnum hverrar aðildarþjóðar. Áhugavert væri að sjá þróun íslenskrar umræðu- og samskiptahefðar í því umhverfi. Það væri góður skóli og líklega sá eini sem er í boði á því sviði. Hvernig eflum við framtíð þjóðarinnar ?Leita þarf allra leiða til að tryggja farsæla framtíð þjóðarinnar. Af henni höfum við áhyggjur. Eru stjórnmálaflokkarnir að efla okkur trú á betri tíð á Íslandi með blóm í haga? Hugsanlega felast mestir möguleikar í þeirri ákvörðun Alþingis að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort aðild að sambandinu væri okkur hagstæð eða ekki að mati kosningabærra manna. Enginn getur sagt til um það fyrirfram hvað út úr þeim viðræðum kemur, þótt öðru sé stundum haldið fram. Það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri til þess að yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem nauðsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig þetta væri ef við værum aðilar að ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar þessar spurningar uppi innan sinna vébanda þótt það fari ekki hátt. Ljóst má vera að meirihluti þjóðarinnar styður vestræna samvinnu. Það er því fullt tilefni til að skoða það ítarlega með sama hætti og Norðmenn hvort það sé okkur ekki fyrst og fremst til vansa að vera ekki meðal þátttökuþjóðanna af fullum þunga, í stað þess að veita einhliða viðtöku löggjöf og reglum sem þær ákveða á grundvelli EES samningsins. Annars er samanburður á aðstöðu Íslands og Noregs alltaf önugur, því staðreyndin er sú að Norðmenn eru efnaðir, en Íslendingar berjast í bökkum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun