Tillögur sem skaða ferðaþjónustu 30. janúar 2012 06:00 Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun