Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna 7. febrúar 2012 06:00 Aðgerð Velferðarráðherra vill að ríkið bjóðist til þess að láta fjarlægja alla PIP-sílíkonpúða úr konum hér á landi.mynd/úr safni Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira