Auglýsingatekjur RÚV minnka um 200 milljónir 10. febrúar 2012 08:00 Á síðasta ári hafði RÚV um 35% af heildartekjum sínum af auglýsingum og kostunum á öðrum dagskrárliðum. í drögum að nýju frumvarpi kemur fram að það sé "mikilvægt að dregið verði verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði“. Fréttablaðið/GVA Í drögum að frumvarpi um starfsemi RÚV eru lagðar ýmiss konar takmarkanir á þátttöku fyrirtækisins á samkeppnismarkaði. Tekjur vegna sjónvarpstekna skerðast um hátt í 200 milljónir og RÚV verður gert að birta gjaldskrá á vef sínum. Fyrirtækið verður undir eftirliti Samkeppniseftirlitsins í fyrsta sinn. Auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) munu skerðast um hátt í tvö hundruð milljónir króna árlega verði drög að nýjum lögum um starfsemi þess að lögum. Samkvæmt drögunum má hlutfall auglýsinga í dagskrá RÚV ekki fara yfir tíu mínútur á hverjum klukkutíma, bannað verður að slíta í sundur dagskrárliði til að koma að auglýsingum, vöruinnsetning verður óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV verður gert að birta gjaldskrá fyrir auglýsingar þar sem einnig eru tilgreind afsláttarkjör. Þetta kemur fram í skýringum með frumvarpsdrögum nýs lagafrumvarps um starfsemi RÚV sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Á síðasta rekstrarári RÚV, sem lauk 31. ágúst 2011, námu heildartekjur þess af auglýsingum og kostunum á einstökum dagskrárliðum í sjónvarpi og útvarpi 1.556 milljónum króna. Samanlagt gerir það tæplega 35% af heildartekjum RÚV. Þar af námu beinar tekjur af sjónvarpsauglýsingum tæpum milljarði króna. Verði nýju lögin að lögum er áætlað að takmarkanir á sjónvarpsauglýsingum muni skerða auglýsingatekjur RÚV um 15%. Hefðu lögin þegar tekið gildi hefðu tekjur RÚV vegna þessara takmarkana skerst um 186 milljónir króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem fyrirtækið veitti mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Með skýringum frumvarpsdraganna segir að það geri ekki „ráð fyrir því að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Hins vegar er talið mikilvægt að dregið verði verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaðnum […] eitt af markmiðum frumvarpsins [er] að minnka verulega vægi viðskiptalegra samkeppnissjónarmiða í starfsemi Ríkisútvarpsins". Stefnt er að því að auglýsingar megi ekki vera stærra hlutfall en tíu mínútur af hverjum klukkutíma sem sendur er út á sjónvarpsstöð RÚV. Þar er gengið lengra en í lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í fyrra þar sem takmarkið var dregið við tólf mínútur. Auk þess verður meginreglan sú að RÚV verði ekki heimilt að slíta í sundur dagskrárliði með auglýsingahléum nema í undantekningartilvikum. Slíkar undantekningar eru, samkvæmt skýringunum, til dæmis „langir dagskrárliðir í tengslum við fjáröflun góðs málefnis, útsendingu frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða langir þættir, sem eru einungis sýndir við sérstök tilefni […] hins vegar er Ríkisútvarpinu með öllu óheimilt að slíta í sundur kvikmyndir með auglýsingahléum", nema þær séu óvenjulega langar samkvæmt skilgreiningu sem stjórn RÚV setur. Þá verður RÚV gert að setja og birta reglur um gjaldskrá fyrir auglýsingar þar sem öll afsláttarkjör og sértilboð eru einnig tilgreind. Í skýringunum segir að um sé að ræða „gjaldskrá sem lýtur eftirliti og lögmálum samkeppnislaga". thordur@frettabladid.is Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í drögum að frumvarpi um starfsemi RÚV eru lagðar ýmiss konar takmarkanir á þátttöku fyrirtækisins á samkeppnismarkaði. Tekjur vegna sjónvarpstekna skerðast um hátt í 200 milljónir og RÚV verður gert að birta gjaldskrá á vef sínum. Fyrirtækið verður undir eftirliti Samkeppniseftirlitsins í fyrsta sinn. Auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) munu skerðast um hátt í tvö hundruð milljónir króna árlega verði drög að nýjum lögum um starfsemi þess að lögum. Samkvæmt drögunum má hlutfall auglýsinga í dagskrá RÚV ekki fara yfir tíu mínútur á hverjum klukkutíma, bannað verður að slíta í sundur dagskrárliði til að koma að auglýsingum, vöruinnsetning verður óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV verður gert að birta gjaldskrá fyrir auglýsingar þar sem einnig eru tilgreind afsláttarkjör. Þetta kemur fram í skýringum með frumvarpsdrögum nýs lagafrumvarps um starfsemi RÚV sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Á síðasta rekstrarári RÚV, sem lauk 31. ágúst 2011, námu heildartekjur þess af auglýsingum og kostunum á einstökum dagskrárliðum í sjónvarpi og útvarpi 1.556 milljónum króna. Samanlagt gerir það tæplega 35% af heildartekjum RÚV. Þar af námu beinar tekjur af sjónvarpsauglýsingum tæpum milljarði króna. Verði nýju lögin að lögum er áætlað að takmarkanir á sjónvarpsauglýsingum muni skerða auglýsingatekjur RÚV um 15%. Hefðu lögin þegar tekið gildi hefðu tekjur RÚV vegna þessara takmarkana skerst um 186 milljónir króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem fyrirtækið veitti mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Með skýringum frumvarpsdraganna segir að það geri ekki „ráð fyrir því að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Hins vegar er talið mikilvægt að dregið verði verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaðnum […] eitt af markmiðum frumvarpsins [er] að minnka verulega vægi viðskiptalegra samkeppnissjónarmiða í starfsemi Ríkisútvarpsins". Stefnt er að því að auglýsingar megi ekki vera stærra hlutfall en tíu mínútur af hverjum klukkutíma sem sendur er út á sjónvarpsstöð RÚV. Þar er gengið lengra en í lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í fyrra þar sem takmarkið var dregið við tólf mínútur. Auk þess verður meginreglan sú að RÚV verði ekki heimilt að slíta í sundur dagskrárliði með auglýsingahléum nema í undantekningartilvikum. Slíkar undantekningar eru, samkvæmt skýringunum, til dæmis „langir dagskrárliðir í tengslum við fjáröflun góðs málefnis, útsendingu frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða langir þættir, sem eru einungis sýndir við sérstök tilefni […] hins vegar er Ríkisútvarpinu með öllu óheimilt að slíta í sundur kvikmyndir með auglýsingahléum", nema þær séu óvenjulega langar samkvæmt skilgreiningu sem stjórn RÚV setur. Þá verður RÚV gert að setja og birta reglur um gjaldskrá fyrir auglýsingar þar sem öll afsláttarkjör og sértilboð eru einnig tilgreind. Í skýringunum segir að um sé að ræða „gjaldskrá sem lýtur eftirliti og lögmálum samkeppnislaga". thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira