Stefnir í tugmilljarðatap Seðlabanka vegna FIH 11. febrúar 2012 09:00 Seljendalánið er vistað inni í Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélagi Seðlabankans. Már Guðmundsson er stjórnarformaður ESÍ. Fréttablaðið/Anton Brink FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira