HS Orka á markað sem fyrst 14. febrúar 2012 07:00 Fyrsta skóflustungan að álveri Norðuráls í Helguvík var tekin í júní 2008. Þá átti að taka fyrsta áfanga í gagnið á árinu 2010. Nú er ljóst að hann verður ekki tekinn í gagnið fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta árs 2014 náist samningar um orkusölu. fréttablaðið/GVA Jarðvarmi, félag 14 lífeyrissjóða, jók hlut sinn í HS Orku í 33,4% í gær. Það borgaði tæpa fimm milljarða króna fyrir. Féð á að nýtast í stækkun Reykjanesvirkjunar. Vilji er til að skrá HS Orku á markað sem fyrst. Tilkynnt var um það í gær að Jarðvarmi slhf., félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hafi keypt nýtt hlutafé í HS Orku fyrir 4,7 milljarða króna á genginu 5,35 krónur á hlut. Áður hafði Jarðvarmi keypt fjórðungshlut í fyrirtækinu á 8,1 milljarð króna, en þá voru viðskiptin á genginu 4,63 krónur á hlut. Jarðvarmi á nú 33,4% hlut í HS Orku en Alterra Power, sem áður hét Magma, á 66,6%. Samtals hefur Jarðvarmi greitt 12,8 milljarða króna fyrir eignarhlut sinn. Þegar Jarðvarmi keypti upphaflega hlut í HS Orku 1. júní 2011 var deila félagsins við Norðurál vegna 150 MW orkusölusamnings til álvers í Helguvík frá árinu 2007 enn fyrir gerðardómi í Svíþjóð. Niðurstaða hans hefði getað haft lækkandi áhrif á kaupverð þess nýja hlutafjár sem Jarðvarmi gekk frá í gær ef hún hefði orðið neikvæð fyrir HS Orku. Niðurstaðan, sem var kunngjörð í desember síðastliðnum, var sú að orkusölusamningurinn ætti að standa en að hann verði að skila HS Orku viðunandi arðsemi, sem er sérstaklega skilgreind í niðurstöðunni. Þá hafnaði gerðardómurinn skaðabótakröfu Norðuráls á hendur HS Orku vegna vanefnda á samningnum. Þar sem Jarðvarmi greiddi fullt verð í hlutafjáraukningunni í gær er ljóst að félagið túlkar niðurstöðu gerðardómsins sem jákvæða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fjárfestingin sé staðfesting á því að Jarðvarmi telji að verðmæti HS Orku hafi aukist að undanförnu og að þeir vilji ná samkomulagi við Norðurál. Þá er það skýr stefna lífeyrissjóðanna að HS Orka verði skráð á innlendan hlutabréfamarkað sem allra fyrst. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja þeir þó það ekki raunhæfan valkost fyrr en búið verði að semja við Norðurál. Fulltrúar HS Orku og Norðuráls hafa verið að funda að undanförnu til að reyna að ná saman í málinu. Með hlutafjáraukningunni í gær var eigið fé HS Orku aukið um 4,7 milljarða króna og telja eigendur fyrirtækisins það nú hafa fulla fjárhagslega getu til að standa við sinn hluta samkomulagsins við Norðurál, náist samkomulag um viðunandi verð. Fjármunirnir verða nýttir í stækkun Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 180 MW. Um er að ræða þriðja og fjórða hluta uppbyggingar Reykjanesvirkjunar. Í kynningu sem Alterra hélt fyrir fjárfesta 6. janúar síðastliðinn var gert ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun virkjunarinnar myndu hefjast á seinni hluta þessa árs og að þeim yrði að fullu lokið á fyrri hluta árs 2014. Öll virkjanaleyfi fyrir stækkunum liggja þegar fyrir. Í kynningunni kom einnig fram að stefnt væri að því að virkja um 50 MW af orku í Eldvörpum fyrir lok árs 2016. Norðurál hefur hug á að byggja álver í Helguvík í fjórum áföngum. 150 MW af orku þarf í hvern áfanga og Norðurál hefur lýst því yfir að álverið verði ekki klárað nema að búið sé að tryggja orku fyrir tvo áfanga, alls 300 MW. thordur@frettabladid.is Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Jarðvarmi, félag 14 lífeyrissjóða, jók hlut sinn í HS Orku í 33,4% í gær. Það borgaði tæpa fimm milljarða króna fyrir. Féð á að nýtast í stækkun Reykjanesvirkjunar. Vilji er til að skrá HS Orku á markað sem fyrst. Tilkynnt var um það í gær að Jarðvarmi slhf., félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hafi keypt nýtt hlutafé í HS Orku fyrir 4,7 milljarða króna á genginu 5,35 krónur á hlut. Áður hafði Jarðvarmi keypt fjórðungshlut í fyrirtækinu á 8,1 milljarð króna, en þá voru viðskiptin á genginu 4,63 krónur á hlut. Jarðvarmi á nú 33,4% hlut í HS Orku en Alterra Power, sem áður hét Magma, á 66,6%. Samtals hefur Jarðvarmi greitt 12,8 milljarða króna fyrir eignarhlut sinn. Þegar Jarðvarmi keypti upphaflega hlut í HS Orku 1. júní 2011 var deila félagsins við Norðurál vegna 150 MW orkusölusamnings til álvers í Helguvík frá árinu 2007 enn fyrir gerðardómi í Svíþjóð. Niðurstaða hans hefði getað haft lækkandi áhrif á kaupverð þess nýja hlutafjár sem Jarðvarmi gekk frá í gær ef hún hefði orðið neikvæð fyrir HS Orku. Niðurstaðan, sem var kunngjörð í desember síðastliðnum, var sú að orkusölusamningurinn ætti að standa en að hann verði að skila HS Orku viðunandi arðsemi, sem er sérstaklega skilgreind í niðurstöðunni. Þá hafnaði gerðardómurinn skaðabótakröfu Norðuráls á hendur HS Orku vegna vanefnda á samningnum. Þar sem Jarðvarmi greiddi fullt verð í hlutafjáraukningunni í gær er ljóst að félagið túlkar niðurstöðu gerðardómsins sem jákvæða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fjárfestingin sé staðfesting á því að Jarðvarmi telji að verðmæti HS Orku hafi aukist að undanförnu og að þeir vilji ná samkomulagi við Norðurál. Þá er það skýr stefna lífeyrissjóðanna að HS Orka verði skráð á innlendan hlutabréfamarkað sem allra fyrst. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja þeir þó það ekki raunhæfan valkost fyrr en búið verði að semja við Norðurál. Fulltrúar HS Orku og Norðuráls hafa verið að funda að undanförnu til að reyna að ná saman í málinu. Með hlutafjáraukningunni í gær var eigið fé HS Orku aukið um 4,7 milljarða króna og telja eigendur fyrirtækisins það nú hafa fulla fjárhagslega getu til að standa við sinn hluta samkomulagsins við Norðurál, náist samkomulag um viðunandi verð. Fjármunirnir verða nýttir í stækkun Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 180 MW. Um er að ræða þriðja og fjórða hluta uppbyggingar Reykjanesvirkjunar. Í kynningu sem Alterra hélt fyrir fjárfesta 6. janúar síðastliðinn var gert ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun virkjunarinnar myndu hefjast á seinni hluta þessa árs og að þeim yrði að fullu lokið á fyrri hluta árs 2014. Öll virkjanaleyfi fyrir stækkunum liggja þegar fyrir. Í kynningunni kom einnig fram að stefnt væri að því að virkja um 50 MW af orku í Eldvörpum fyrir lok árs 2016. Norðurál hefur hug á að byggja álver í Helguvík í fjórum áföngum. 150 MW af orku þarf í hvern áfanga og Norðurál hefur lýst því yfir að álverið verði ekki klárað nema að búið sé að tryggja orku fyrir tvo áfanga, alls 300 MW. thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira