Stjórnarformaður FME segir Gunnar ekki vera rekinn 20. febrúar 2012 05:30 Gunnar Andersen til hægri ásamt Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra, sem er einn þriggja stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins.Fréttablaðið/Vilhelm Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, á föstudag að til standi að segja honum upp störfum. Gunnar hefur gegnt starfi forstjóra FME frá því í apríl 2009 en hann hefur frest til dagsins í dag til að andmæla ákvörðun stjórnarinnar. „Ég og lögmaður minn kláruðum andmæli mín nú í dag [í gær] og þau verða send inn á morgun [í dag]. Síðan sjáum við bara hvað gerist,“ segir Gunnar Þ. Andersen. Formlega hefur Gunnari þó enn ekki verið sagt upp störfum og segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, óvíst hvort svo verði. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að segja Gunnari upp störfum og ég veit ekki hvort sú ákvörðun verði tekin,“ segir Aðalsteinn og bætir við að í kjölfar umfjöllunar Kastljóss hafi stjórnin sett ítarlegt og faglegt ferli af stað til að fara yfir efnisatriði málsins. Málið hafi ratað inn í opinbera umræðu áður en því ferli hafi verið lokið sem sé miður. Auk Aðalsteins skipa stjórnina Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent. Tilkynning stjórnarinnar til Gunnars byggir á álitsgerð sem Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, og Ásbjörn Björnsson, endurskoðandi, unnu að ósk stjórnarinnar um hæfi Gunnars. Forsaga málsins er sú að árið 2010 vann Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, greinargerð um hæfi Gunnars í tilefni af umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um ákveðin viðskipti Landsbankans og aflandsfélaga hans fyrir um áratug. Þá starfaði Gunnar sem framkvæmdastjóri hjá bankanum. Þáverandi stjórn FME fjallaði um álitið og sá ekki ástæðu til að aðhafast. Í nóvember á síðasta ári fjallaði Kastljós svo um störf Gunnars fyrir Landsbankann og hélt því fram að nýjar upplýsingar hefðu komið fram um hæfi hans. Í kjölfarið óskaði núverandi stjórn FME eftir því að Andri færi yfir umfjöllunina og mæti hvort eitthvað hefði komið fram sem breytti upphaflegu áliti hans. Andri skilaði niðurstöðu 13. janúar síðastliðinn og breytti í engu niðurstöðum sínum. Þegar leitað var til Andra í seinna skiptið var einnig ákveðið að kalla til lögfræðing og endurskoðanda sem myndu yfirfara mat Andra. Seinna var leitað til Ásbjarnar og Ástráðs til að sinna því hlutverki. Var það mat Ásbjarnar og Ástráðs að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallin „að kasta rýrð á hæfi Gunnars Þ. Andersen til að gegna starfi forstjóra [FME]“. Enn fremur segir í greinargerðinni að upplýsingar um atvikin geti truflað starfsemi FME og tafið fyrir uppbyggingu trausts á starfsemi stofnunarinnar. Þá séu atvikin til þess fallin að draga megi í efa trúverðugleika Gunnars en tekið er fram í greinargerðinni að það sé huglæg niðurstaða. Á þessu mati virðist ákvörðun stjórnar FME byggð. Í álitsgerðinni segir þó einnig að þessi atvik leiði ekki til vanhæfis Gunnars til að gegna skyldum forstjóra. Þá kemur fram í henni eftirfarandi mat höfunda: „Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á að vandasamt kynni að verða að finna til starfans einstakling sem án athugasemda stenst skoðun af þessum toga.“ Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði frétt af ákvörðun stjórnar FME í gegnum fjölmiðla á föstudag. Þá sagði hann mikilvægt að fullt traust ríkti bæði inn á við og út á við á starfsemi FME. Þá mun efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjalla um uppsögn Gunnars á fastafundi sínum í dag. magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, á föstudag að til standi að segja honum upp störfum. Gunnar hefur gegnt starfi forstjóra FME frá því í apríl 2009 en hann hefur frest til dagsins í dag til að andmæla ákvörðun stjórnarinnar. „Ég og lögmaður minn kláruðum andmæli mín nú í dag [í gær] og þau verða send inn á morgun [í dag]. Síðan sjáum við bara hvað gerist,“ segir Gunnar Þ. Andersen. Formlega hefur Gunnari þó enn ekki verið sagt upp störfum og segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, óvíst hvort svo verði. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að segja Gunnari upp störfum og ég veit ekki hvort sú ákvörðun verði tekin,“ segir Aðalsteinn og bætir við að í kjölfar umfjöllunar Kastljóss hafi stjórnin sett ítarlegt og faglegt ferli af stað til að fara yfir efnisatriði málsins. Málið hafi ratað inn í opinbera umræðu áður en því ferli hafi verið lokið sem sé miður. Auk Aðalsteins skipa stjórnina Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent. Tilkynning stjórnarinnar til Gunnars byggir á álitsgerð sem Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, og Ásbjörn Björnsson, endurskoðandi, unnu að ósk stjórnarinnar um hæfi Gunnars. Forsaga málsins er sú að árið 2010 vann Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, greinargerð um hæfi Gunnars í tilefni af umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um ákveðin viðskipti Landsbankans og aflandsfélaga hans fyrir um áratug. Þá starfaði Gunnar sem framkvæmdastjóri hjá bankanum. Þáverandi stjórn FME fjallaði um álitið og sá ekki ástæðu til að aðhafast. Í nóvember á síðasta ári fjallaði Kastljós svo um störf Gunnars fyrir Landsbankann og hélt því fram að nýjar upplýsingar hefðu komið fram um hæfi hans. Í kjölfarið óskaði núverandi stjórn FME eftir því að Andri færi yfir umfjöllunina og mæti hvort eitthvað hefði komið fram sem breytti upphaflegu áliti hans. Andri skilaði niðurstöðu 13. janúar síðastliðinn og breytti í engu niðurstöðum sínum. Þegar leitað var til Andra í seinna skiptið var einnig ákveðið að kalla til lögfræðing og endurskoðanda sem myndu yfirfara mat Andra. Seinna var leitað til Ásbjarnar og Ástráðs til að sinna því hlutverki. Var það mat Ásbjarnar og Ástráðs að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallin „að kasta rýrð á hæfi Gunnars Þ. Andersen til að gegna starfi forstjóra [FME]“. Enn fremur segir í greinargerðinni að upplýsingar um atvikin geti truflað starfsemi FME og tafið fyrir uppbyggingu trausts á starfsemi stofnunarinnar. Þá séu atvikin til þess fallin að draga megi í efa trúverðugleika Gunnars en tekið er fram í greinargerðinni að það sé huglæg niðurstaða. Á þessu mati virðist ákvörðun stjórnar FME byggð. Í álitsgerðinni segir þó einnig að þessi atvik leiði ekki til vanhæfis Gunnars til að gegna skyldum forstjóra. Þá kemur fram í henni eftirfarandi mat höfunda: „Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á að vandasamt kynni að verða að finna til starfans einstakling sem án athugasemda stenst skoðun af þessum toga.“ Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði frétt af ákvörðun stjórnar FME í gegnum fjölmiðla á föstudag. Þá sagði hann mikilvægt að fullt traust ríkti bæði inn á við og út á við á starfsemi FME. Þá mun efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjalla um uppsögn Gunnars á fastafundi sínum í dag. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira