Enski rapparinn Skepta og Brain Police í hár saman 21. febrúar 2012 16:15 Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira