Sex þúsund tonn af sælgæti – Sex þúsund tonn af grænmeti 21. febrúar 2012 06:00 Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í landskönnun á mataræði 2010 - 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands kynntu nýlega kemur fram að landsmenn borða um 6 þúsund tonn af sælgæti á ári. Íslenskir grænmetisbændur sem eru í Sölufélagi garðyrkjumanna senda svipað magn, 6 þúsund tonn, af grænmeti á markaðinn árlega. Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Þeir starfsmenn sem unnu þessa könnun hafa fylgst með þróun á matarvenjum landsmanna í mörg ár og hafa lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á hollu mataræði og hvaða þýðingu það hefur fyrir lýðheilsu. Verkefnisstjóri hjá landlækni sagði í fréttum nýlega að sælgætisneyslan væri komin út í algjöra vitleysu og það væri nær að gera grænmeti og ávöxtum hærra undir höfði.30 tegundir af grænmeti Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata og gúrkur allt árið og paprikan fylgir fast eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin, tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt.Barist við offitu Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þung eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar og matvælaöryggis. Þá segja þeir að fræðsla og ráðgjöf til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings byggist á þeirri þekkingu sem fæst úr landskönnun sem þessari. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun