Flýgur frá Hollywood til að taka upp nokkrar setningar 22. febrúar 2012 13:15 Þorvaldi Davíð Kristjánssynivar flogið heim frá Los Angeles í snatri til að laga nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik en það styttist óðum í frumsýninguna 2 mars. „Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira