Lífið

Hasarfull helgi með spennuívafi

Nýjasta mynd leikstjórans Stevens Soderbergh, Haywire, verður frumsýnd á morgun. Myndin fjallar um málaliðann Mallroy Kane sem vinnur ýmis verkefni sem yfirvöld loka augunum fyrir þar sem þau geta ekki heimilað þau, en vilja að þau séu unnin. Þegar Kane er svikin þarf hún að elta uppi þá sem sviku hana og fá þá til að segja sannleikann til að bjarga lífi sínu og fjölskyldu sinnar.

Nicholas Cage snýr aftur í hlutverki Johnny Blaze í kvikmyndinni Ghost Rider: Spirit of Vengeance sem verður frumsýnd á morgun. Blaze er enn þjakaður af bölvun kölska, en fær tækifæri til að losna undan bölvuninni og bjarga ungum dreng frá því að verða hýsill Satans.

Önnur Journey-myndin, The Mysterious Island, fjallar um Sean Anderson sem fer í leiðangur á smáeyju sem býr yfir miklum töfrum til að leita að afa sínum sem týndist þar. Dwayne Johnson, Michael Caine og Josh Hutcherson fara með aðalhlutverkin.

Austfirska spennumyndin Glæpur og samviska eftir Ásgeir Hvítaskáld verður einnig frumsýnd um helgina og á laugardaginn verður svo sýnd óperan Ernani eftir Verdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.