Slaufur fyrir stelpur og mottulausa 23. febrúar 2012 14:00 Þær Ása Þórdís Ásgeirsdóttir, Irena Sveinsdóttir, Hrafnhildur Heiða Sandholt og Camilla Arnarsdóttir hafa hannað slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Fréttablaðið/Stefán Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið skemmtilegar slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn," segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Slaufurnar hannaði Ása í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottumars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kærastinn minn ætlaði að taka þátt í mottumars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitthvað fyrir þá sem geta ekki safnað skeggi," segir Ása en slaufurnar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlknanna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verkefnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra framhaldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurnar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndunum og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka." Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfanginu arcos.ehf@gmail.com. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið skemmtilegar slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn," segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Slaufurnar hannaði Ása í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottumars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kærastinn minn ætlaði að taka þátt í mottumars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitthvað fyrir þá sem geta ekki safnað skeggi," segir Ása en slaufurnar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlknanna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verkefnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra framhaldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurnar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndunum og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka." Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfanginu arcos.ehf@gmail.com. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira