Lífið

Fyrsta plata Gildrunnar í fimmtán ár

Hljómsveitin Gildran er að undirbúa sína fyrstu plötu í langan tíma.
Hljómsveitin Gildran er að undirbúa sína fyrstu plötu í langan tíma. fréttablaðið/vilhelm
Gildran frá Mosfellsbæ ætlar að gefa út sína fyrstu plötu með nýjum lögum í fimmtán ár í haust. Tvö ár eru liðin síðan hljómsveitin gaf út lagið Blátt, blátt sem var samið við texta rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur.

„Við höldum að við séum orðnir svo gamlir að við séum að fara að deyja. Þetta er síðasti sjens fyrir andlátið," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson um nýju plötuna og hlær. „Nei, nei, við eigum efni. Við þurfum svo sem ekkert að gera þetta en okkur langar til þess."

Gildran, sem var stofnuð fyrir 32 árum, gaf á sínum tíma út sex plötur en lagðist í dvala þegar sú síðasta kom út árið 1997.

Tónleikar sem voru teknir upp í Hlégarði í Mosfellsbæ í nóvember 2010 munu líklega fylgja með nýju plötunni. Sveitin spilar næst á Spot í Kópavogi á laugardagskvöld. „Það verður bæði til að fjármagna plötuna og æfa undir hana," segir Sigurgeir um tónleikana. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×