Lífið

Tölvuleikir frekar en bíó

gary oldman Leikaranum líst ekkert á auknar vinsældir tölvuleikjanna.
gary oldman Leikaranum líst ekkert á auknar vinsældir tölvuleikjanna.
Gary Oldman óttast að tölvuleikir séu að verða vinsælli en kvikmyndir. „Við búum í öðruvísi heimi núna. Krakkarnir mínir geta horft á kvikmynd í iPhone, sem mér finnst alveg hræðilegt að hugsa sér. En þetta er ný kynslóð sem er að vaxa úr grasi," sagði leikarinn sem er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Tinker Tailor Soldier Spy.

„Tölvuleikirnir eru að ná yfirhöndinni og það eina sem maður getur gert sem foreldri er að takmarka tímann sem krakkarnir eyða í þá."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×