Þjóð of heimsk fyrir lýðræðið Lýður Árnason skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun