Þjóð of heimsk fyrir lýðræðið Lýður Árnason skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun