Rokk í geðveikinni í Crossfit 24. febrúar 2012 08:00 góður árangur Arnar varð í áttunda sæti í karlaflokki í Crossfit mótinu sem fram fór um síðustu helgi. Hann er einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Sign. Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira