Bandaríski leikarinn Daniel von Bargen, sem er Íslendingum kunnur sem Mr. Kruger úr Seinfeld og liðsforinginn Edwin Spangler úr Malcolm in the Middle, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa skotið sig í höfuðið síðastliðið miðvikudagskvöld. Leikarinn hringdi sjálfur eftir aðstoð, en hann er sykursjúkur og átti að mæta á sjúkrahús seinna um daginn. Samkvæmt Reuters óttaðist leikarinn sjúkrahúsvistina því hugsanlega þyrfti að fjarlægja nokkrar tær hans vegna sjúkdómsins.
Ástand leikarans er enn óljóst.
Bargen hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, en þar má helst nefna Silence of the Lambs, Basic Instinct og O Brother, Where Art Thou?
Seinfeld-leikari reyndi sjálfsmorð
