Viðskipti erlent

Fótleggjahár á höfuð

Fótleggjahár
Samkvæmt nýrri aðferð eru hár af fótleggjum góð til að nota í hárígræðslur.
Fótleggjahár Samkvæmt nýrri aðferð eru hár af fótleggjum góð til að nota í hárígræðslur.
Nú hefur komið fram ný leið til að hylja skallabletti.

Dr. Sanusi Umar er búinn að þróa leið til að taka hárígræðslur á næsta stig, og segir hann frá rannsóknum sínum í febrúartímariti blaðsins Archives of Dermatology.

Yfirleitt er hár úr neðanverðum hnakka notað í ígræðslur, en þar sem grófara er ofan á höfðinu er oft augljóst að um ígræðslu sé að ræða.

Aðferðir Umars fela það í sér að tekið er hár af öðrum líkamspörtum og því blandað saman við hár úr hnakka. Þannig notar hann fínustu hárin við hárlínuna til að ná sem eðlilegustu útliti.

Bestu hárin til að nota segir Umar vera af fótleggjum einstaklingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×