Kostnaðurinn miklu minni með evrunni 29. febrúar 2012 05:00 Í skriflegu svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að myntsláttuhagnaður Seðlabankans gæti aukist um 2,8 milljarða á ári með evruaðild landsins. Nordicphotos/AFP Kostnaður við gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands nam í fyrra 33 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um kostnað við Evrópusambandsaðild. Gangi spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsframvindu hér á landi eftir, fer vaxtakostnaður Seðlabankans vegna gjaldeyrisforðans minnkandi næstu ár og ætti, samkvæmt svari utanríkisráðherra, að enda í um 8 milljörðum króna á ári fyrir árið 2016. Reynslan sýni hins vegar að ríki sem taka upp evruna hafi getað minnkað gjaldeyrisforða sinn verulega og látið nægja að halda úti eigin gjaldeyrisforða sem nemur milli fjórum og fimm prósentum af landsframleiðslu. „Gjaldeyrisforði Íslands sem næmi um 4 til 5 prósentum af landsframleiðslu ársins 2010 væri því um 61 til 77 milljarðar króna. Áætlaður vaxtakostnaður af gjaldeyrisforða af þessari stærð næmi um 1,8 til 2,3 milljörðum króna á ári, miðað við 3 prósenta vexti," segir í svarinu. Árlegur sparnaður í vaxtakostnaði gæti því numið nálægt sex milljörðum króna á ári þegar fram í sækir. Við upptöku evru þarf hins vegar að leggja fram stofnfé í Seðlabanka Evrópu. Kæmi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, kemur fram í svarinu við fyrirspurn Sigurðar Inga, að einskiptisframlag Íslands til Seðlabanka Evrópu í formi stofnfjár og gjaldeyrisforða yrði 64,5 milljónir evra, eða sem nemur 10,3 milljörðum króna. Sé tekinn inn í myndina vaxtakostnaður við gjaldeyrisforða á fyrsta ári evruupptöku yrði upphæðin því nálægt 12,5 milljörðum króna, eða 20 milljörðum lægri en nemur vaxtakostnaði Seðlabankans við gjaldeyrisforða landsins í fyrra. Eins kemur fram í svarinu að með evruaðild fengi Seðlabankinn hlutdeild í myntsláttuhagnaði Seðlabanka Evrópu. „Miðað við tölur áranna 2003 til 2011 hefði hlutdeild Seðlabankans í þeim hagnaði orðið að meðaltali um 6,5 milljarðar króna á ári," segir í svarinu og bent á að myntsláttuhagnaður Seðlabankans myndi því aukast um 2,8 milljarða króna á ári. Í ítarlegu svari utanríkisráðherra við fyrirspurninni er farið yfir margvíslegan kostnað og efnahagslegan ávinning af mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið og við upptöku evru. Um leið er bent á að með aðild falli niður margvíslegur kostnaður vegna aðildar Íslands að EFTA og reksturs EES-samningsins. olikr@frettabladid.is Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Kostnaður við gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands nam í fyrra 33 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um kostnað við Evrópusambandsaðild. Gangi spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsframvindu hér á landi eftir, fer vaxtakostnaður Seðlabankans vegna gjaldeyrisforðans minnkandi næstu ár og ætti, samkvæmt svari utanríkisráðherra, að enda í um 8 milljörðum króna á ári fyrir árið 2016. Reynslan sýni hins vegar að ríki sem taka upp evruna hafi getað minnkað gjaldeyrisforða sinn verulega og látið nægja að halda úti eigin gjaldeyrisforða sem nemur milli fjórum og fimm prósentum af landsframleiðslu. „Gjaldeyrisforði Íslands sem næmi um 4 til 5 prósentum af landsframleiðslu ársins 2010 væri því um 61 til 77 milljarðar króna. Áætlaður vaxtakostnaður af gjaldeyrisforða af þessari stærð næmi um 1,8 til 2,3 milljörðum króna á ári, miðað við 3 prósenta vexti," segir í svarinu. Árlegur sparnaður í vaxtakostnaði gæti því numið nálægt sex milljörðum króna á ári þegar fram í sækir. Við upptöku evru þarf hins vegar að leggja fram stofnfé í Seðlabanka Evrópu. Kæmi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, kemur fram í svarinu við fyrirspurn Sigurðar Inga, að einskiptisframlag Íslands til Seðlabanka Evrópu í formi stofnfjár og gjaldeyrisforða yrði 64,5 milljónir evra, eða sem nemur 10,3 milljörðum króna. Sé tekinn inn í myndina vaxtakostnaður við gjaldeyrisforða á fyrsta ári evruupptöku yrði upphæðin því nálægt 12,5 milljörðum króna, eða 20 milljörðum lægri en nemur vaxtakostnaði Seðlabankans við gjaldeyrisforða landsins í fyrra. Eins kemur fram í svarinu að með evruaðild fengi Seðlabankinn hlutdeild í myntsláttuhagnaði Seðlabanka Evrópu. „Miðað við tölur áranna 2003 til 2011 hefði hlutdeild Seðlabankans í þeim hagnaði orðið að meðaltali um 6,5 milljarðar króna á ári," segir í svarinu og bent á að myntsláttuhagnaður Seðlabankans myndi því aukast um 2,8 milljarða króna á ári. Í ítarlegu svari utanríkisráðherra við fyrirspurninni er farið yfir margvíslegan kostnað og efnahagslegan ávinning af mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið og við upptöku evru. Um leið er bent á að með aðild falli niður margvíslegur kostnaður vegna aðildar Íslands að EFTA og reksturs EES-samningsins. olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira