Helmingur þarf að fjölga konum í stjórn Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. mars 2012 11:00 Rúmur helmingur fyrirtækja sem falla undir ný lög um kynjahlutfall í stjórnum, eða 55 prósent, þarf að bæta við konu eða konum í stjórn. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina sem tekur gildi í september á næsta ári. Þetta kom fram á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar- og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir í gær. Fram kom að alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföll þeirra, en á fundinum lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista með tengiliðaupplýsingum 190 kvenna sem bjóða fram krafta sína. Í opnunarræðu sinni á fundinum hafði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sérstaklega orð á þeim tíðindum að Samtök atvinnulífsins hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára og að þar af væru 10 konur. Ísland er með fyrstu löndum sem fylgja fordæmi Norðmanna með lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Taldi ráðherra víst að víðtæk sátt yrði um þessa tilhögun. „Í fyrsta lagi er þetta sjálfsagt og eðlilegur hlutur í samfélaginu eins og við viljum hafa það. Um þetta ætti hvorki að þurfa að rökræða né rífast,“ sagði Steingrímur, og benti á að rannsóknir sýndu að fyrirtækjum með fjölbreyttar stjórnir og jöfn kynjahlutföll farnist betur en öðrum. Í svipaðan streng tók Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann sagði því auðsvarað hvað hafi orðið verðbréfamarkaði hér að falli: einsleitni og slæmir stjórnarhættir. „Þetta varð til þess að margir féllu á sama tíma. Með meiri fyrirhyggju hefðu fjármálafyrirtækin getað staðið af sér fjármálakreppuna.” Lið í því að bæta stjórnarhætti og losna úr viðjum kunningjasamfélagsins sagði Páll vera að auka hlutfall kvenna, og þar með fjölbreytnina, í stjórnum fyrirtækja. Um leið sagði hann það þó enga tryggingu fyrir velgengni og benti á að kynjahlutföll hafi verið þau sömu í stjórnum fyrirtækjanna sem best komu út úr hruninu og þeirra sem urðu verst úti. „Ég held það væri vel til fundið af fyrirtækjum að láta gera úttekt á sínum stjórnarháttum. En lykilatriðið er samt vakandi fjárfestar. Fjárfestar sem láta sig stjórnarhætti fyrirtækja varða,“ sagði Páll. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rúmur helmingur fyrirtækja sem falla undir ný lög um kynjahlutfall í stjórnum, eða 55 prósent, þarf að bæta við konu eða konum í stjórn. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina sem tekur gildi í september á næsta ári. Þetta kom fram á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar- og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir í gær. Fram kom að alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföll þeirra, en á fundinum lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista með tengiliðaupplýsingum 190 kvenna sem bjóða fram krafta sína. Í opnunarræðu sinni á fundinum hafði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sérstaklega orð á þeim tíðindum að Samtök atvinnulífsins hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára og að þar af væru 10 konur. Ísland er með fyrstu löndum sem fylgja fordæmi Norðmanna með lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Taldi ráðherra víst að víðtæk sátt yrði um þessa tilhögun. „Í fyrsta lagi er þetta sjálfsagt og eðlilegur hlutur í samfélaginu eins og við viljum hafa það. Um þetta ætti hvorki að þurfa að rökræða né rífast,“ sagði Steingrímur, og benti á að rannsóknir sýndu að fyrirtækjum með fjölbreyttar stjórnir og jöfn kynjahlutföll farnist betur en öðrum. Í svipaðan streng tók Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann sagði því auðsvarað hvað hafi orðið verðbréfamarkaði hér að falli: einsleitni og slæmir stjórnarhættir. „Þetta varð til þess að margir féllu á sama tíma. Með meiri fyrirhyggju hefðu fjármálafyrirtækin getað staðið af sér fjármálakreppuna.” Lið í því að bæta stjórnarhætti og losna úr viðjum kunningjasamfélagsins sagði Páll vera að auka hlutfall kvenna, og þar með fjölbreytnina, í stjórnum fyrirtækja. Um leið sagði hann það þó enga tryggingu fyrir velgengni og benti á að kynjahlutföll hafi verið þau sömu í stjórnum fyrirtækjanna sem best komu út úr hruninu og þeirra sem urðu verst úti. „Ég held það væri vel til fundið af fyrirtækjum að láta gera úttekt á sínum stjórnarháttum. En lykilatriðið er samt vakandi fjárfestar. Fjárfestar sem láta sig stjórnarhætti fyrirtækja varða,“ sagði Páll.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira