Allar íbúðir eins Pawel Bartoszek skrifar 9. mars 2012 06:00 Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins?
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun