Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð 13. mars 2012 00:01 „Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. „Mér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem eru á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var einnig á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Hann segir lagasetninguna enn eitt skrefið í þeirri sneypuför sem gjaldeyrishöftin séu. „Þetta er líka ákveðin einkunn yfir því tali sem hefur verið í gangi af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabankans að sannfæra fólk um að hlutirnir séu að lagast. Síðan kemur allt í einu upp neyðarástand sem verður til þess að þarf að herða gjaldeyrishöftin, og það eru skilaboð um að vandinn sé ekkert að minnka heldur vaxa. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans rýrnar enn og ekki var úr háum söðli að detta fyrir," segir Vilhjálmur. Hann segir einnig að breytingarnar setji vinnu allra slitastjórna í uppnám. Ef Seðlabankinn hafi haft áhyggjur af peningum sem þar séu hafi átt að ræða þau mál við slitastjórnirnar og kanna aðrar leiðir en lagasetningu. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis vildi ekki tjá sig um frumvarpið í gærkvöldi. Ekki náðist í fulltrúa annarra slitastjórna. - þeb Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. „Mér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem eru á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var einnig á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Hann segir lagasetninguna enn eitt skrefið í þeirri sneypuför sem gjaldeyrishöftin séu. „Þetta er líka ákveðin einkunn yfir því tali sem hefur verið í gangi af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabankans að sannfæra fólk um að hlutirnir séu að lagast. Síðan kemur allt í einu upp neyðarástand sem verður til þess að þarf að herða gjaldeyrishöftin, og það eru skilaboð um að vandinn sé ekkert að minnka heldur vaxa. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans rýrnar enn og ekki var úr háum söðli að detta fyrir," segir Vilhjálmur. Hann segir einnig að breytingarnar setji vinnu allra slitastjórna í uppnám. Ef Seðlabankinn hafi haft áhyggjur af peningum sem þar séu hafi átt að ræða þau mál við slitastjórnirnar og kanna aðrar leiðir en lagasetningu. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis vildi ekki tjá sig um frumvarpið í gærkvöldi. Ekki náðist í fulltrúa annarra slitastjórna. - þeb
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira