Ég er rasisti Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?"
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun