Rík af andrúmslofti og tilfinningu Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 20:00 Hamlette HOK. Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna. Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna.
Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira