Ricky Martin er reiðubúinn til að deyja fyrir konuna sem eignaðist tvíburasyni hans. Þeir heita Matteo og Valentino og fæddust árið 2008 með hjálp staðgöngumóður.
Söngvarinn segist ekki hafa leigt leg konunnar, eins og gagnrýnendur staðgöngumæðra halda fram. Hann líti frekar svo á að hann hafi fengið magann að láni.
„Ég myndi deyja fyrir konuna sem hjálpaði mér að koma sonum mínum í heiminn," sagði Martin í viðtali við Vanity Fair. Hinn fertugi söngvari kom út úr skápnum árið 2010 og hefur verið með Carlos González Abella síðastliðin fjögur ár.
Reiðubúinn að deyja
