Skref í ranga átt Elínborg Bárðardóttir skrifar 23. mars 2012 06:00 Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun