Yfirskvísa skvísubókanna, Carrie Bradshaw úr Sex and the City, verður ástfangin af Mr. Big í bókinni og þar af leiðandi í fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna sem á henni byggja. Mr. Big fylgir nákvæmlega forskrift ástarsagnanna um það hvernig draumaprins skuli vera:
Hávaxinn, dökkhærður og hættulegur auðkýfingur og kvennagull sem Carrie á í mesta basli við að koma böndum á. Dínamík þáttanna byggist að miklu leyti á sundur/saman sambandi þeirra og ást Carrie virðist ekki endurgoldin. Auðvitað ná þau þó saman á endanum. Annað væri brot á öllum náttúrulögmálum ástarsagna.

