Lífið

Hermir eftir fótboltaköppum

eftirherma Darren Farley með fótboltakappanum Steven Gerrard sem hann hefur hermt eftir með góðum árangri.
eftirherma Darren Farley með fótboltakappanum Steven Gerrard sem hann hefur hermt eftir með góðum árangri.
„Hann er ótrúlega góður og hljómar alveg eins og þeir," segir Kristján I. Gunnarsson sem stjórnar nýjum útvarpsþætti, Félagarnir, á FM 957 ásamt Ásgrími Guðnasyni.

Darren Farley, sem hermir eftir leikmönnum og þjálfurum úr enska boltanum, er fastur gestur í þættinum, sem er á dagskrá á laugardögum. Farley setti myndband á Youtube sem hátt í þrjár milljónir hafa séð þar sem hann hermir eftir Rafa Benitez, fyrrum stjóra Liverpool, og fótboltaköppunum Steven Gerrard, Jamie Carragher, Michael Owen og Peter Crouch.

Farley hefur verið gestur í flestum af vinsælustu fótboltaþáttum Bretlands eins og Soccer AM, Match of the day á BBC og á ITV og er núna í vinnu hjá Liverpool með sitt uppistand. „Hann er frá Liverpool þessi strákur og tekur svolítið Liverpool-tengt efni en hann hefur samt tekið Rooney og Beckham líka," segir Kristján, sem komst í samband við hann í gegnum Facebook. „Þessi þáttur er öðruvísi en hinn hefðbundni FM-hlustandi á að venjast. Við viljum prófa að hafa meiri fjölbreytni á stöðinni," bætir hann við um Félagana. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×