Mættum vera líkari Kínverjum í hugsun 27. mars 2012 07:00 Gylfi Zoëga, Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson svöruðu spurningum um peningastefnuna og þróun efnahagsmála á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fréttablaðið/Anton Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira