Umfangsmiklar húsleitir hjá Samherja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. mars 2012 00:01 Við skrifstofu samherja í reykjavík í gær Húsleitir fóru fram samtímis í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem gagna var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja.Fréttablaðið/pjetur Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira