Tekist á um vexti á tugmilljarða skuld 29. mars 2012 03:30 SPRON féll í mars 2009. Í kjölfarið voru innlán viðskiptavina sjóðsins færð til Arion en eignir hans skildar eftir hjá því sem í dag heitir Drómi. fréttablaðið/pjetur Arion banki hefur stefnt Dróma og Fjármálaeftirlitinu (FME) fyrir dómstóla vegna vaxtakjara á um 80 milljarða króna skuldabréfi sem gefið var út vegna yfirtöku Arion á innlánum Spron. Drómi, sem heldur á útlánum hins fallna sparisjóðs, hefur á móti stefnt bankanum og FME vegna sama máls. Munnlegur málflutningur í fyrra málinu fór fram í fyrradag og fer fram í hinu seinna á morgun, föstudag. Um gríðarlegar fjárhæðir er um að ræða, enda er hvert prósent í vöxtum um 800 milljóna króna virði. Þann 21. mars 2009 ákvað FME að færa innlán SPRON yfir til Arion en útlán bankans urðu eftir í félagi sem í dag heitir Drómi. Til að mæta innlánunum, sem eru skuld á efnahagsreikningi Arion, var gefið út skuldabréf sem fært er á eignarhlið Arion. Virði þess er tæplega 10% af heildareignum bankans. Í ársreikningi Dróma fyrir árið 2010 er umrædd skuld bókfærð á 77,4 milljarða króna. Hún er ekki sérstaklega tilgreind í ársreikningi Arion heldur felld undir lið sem kallast „óskráð skuldabréf“. Virði þeirra samkvæmt ársreikningnum er um 85 milljarðar króna og því ljóst að Dróma-skuldabréfið er uppistaðan í þessum lið reikningsins. Í þeim skilmálum sem settir voru þegar skuldabréfið var gefið út var FME gefið einhliða vald til að ákvarða hverjir vextir þess eru. Samkvæmt ákvörðun eftirlitsins átti skuldabréfið að bera fasta árlega Reibor-vexti (vexti á millibankamarkaði með krónur) auk 175 punkta vaxtaálags þar til að skuldin væri að fullu greidd. Drómi fór fram á það í desember 2009 að FME endurskoðaði fyrri ákvörðun um þá vexti sem skuldabréfið átti að bera. Í febrúar 2011 ákvað eftirlitið að afnema vaxtaálagið þar til bréfið er að fullu greitt. Við þetta sætti Arion banki sig ekki og stefndi bæði FME og Dróma til að reyna að fá ákvörðuninni frá því í febrúar í fyrra hnekkt. Drómi hefur auk þess stefnt Arion og FME og vill fá öllum vaxtaákvörðunum á skuldabréfinu hnekkt. Til vara krefst félagið að lægri vextir séu á bréfinu frá útgáfu þess. thordur@frettabladid.is Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Arion banki hefur stefnt Dróma og Fjármálaeftirlitinu (FME) fyrir dómstóla vegna vaxtakjara á um 80 milljarða króna skuldabréfi sem gefið var út vegna yfirtöku Arion á innlánum Spron. Drómi, sem heldur á útlánum hins fallna sparisjóðs, hefur á móti stefnt bankanum og FME vegna sama máls. Munnlegur málflutningur í fyrra málinu fór fram í fyrradag og fer fram í hinu seinna á morgun, föstudag. Um gríðarlegar fjárhæðir er um að ræða, enda er hvert prósent í vöxtum um 800 milljóna króna virði. Þann 21. mars 2009 ákvað FME að færa innlán SPRON yfir til Arion en útlán bankans urðu eftir í félagi sem í dag heitir Drómi. Til að mæta innlánunum, sem eru skuld á efnahagsreikningi Arion, var gefið út skuldabréf sem fært er á eignarhlið Arion. Virði þess er tæplega 10% af heildareignum bankans. Í ársreikningi Dróma fyrir árið 2010 er umrædd skuld bókfærð á 77,4 milljarða króna. Hún er ekki sérstaklega tilgreind í ársreikningi Arion heldur felld undir lið sem kallast „óskráð skuldabréf“. Virði þeirra samkvæmt ársreikningnum er um 85 milljarðar króna og því ljóst að Dróma-skuldabréfið er uppistaðan í þessum lið reikningsins. Í þeim skilmálum sem settir voru þegar skuldabréfið var gefið út var FME gefið einhliða vald til að ákvarða hverjir vextir þess eru. Samkvæmt ákvörðun eftirlitsins átti skuldabréfið að bera fasta árlega Reibor-vexti (vexti á millibankamarkaði með krónur) auk 175 punkta vaxtaálags þar til að skuldin væri að fullu greidd. Drómi fór fram á það í desember 2009 að FME endurskoðaði fyrri ákvörðun um þá vexti sem skuldabréfið átti að bera. Í febrúar 2011 ákvað eftirlitið að afnema vaxtaálagið þar til bréfið er að fullu greitt. Við þetta sætti Arion banki sig ekki og stefndi bæði FME og Dróma til að reyna að fá ákvörðuninni frá því í febrúar í fyrra hnekkt. Drómi hefur auk þess stefnt Arion og FME og vill fá öllum vaxtaákvörðunum á skuldabréfinu hnekkt. Til vara krefst félagið að lægri vextir séu á bréfinu frá útgáfu þess. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira