Lífið

Stofna sína aðra ferðaskrifstofu

á vellinum Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon hafa stofnað ferðaskrifstofuna Gaman Ferðir.
á vellinum Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon hafa stofnað ferðaskrifstofuna Gaman Ferðir.
„Stefnan hjá okkur er að hrista aðeins upp í þessu, það er klárt mál," segir Þór Bæring Ólafsson.

Hann hefur opnað ferðaskrifstofuna Gamanferðir ásamt Braga Hinriki Magnússyni. Þar verður áhersla lögð á ýmiss konar utanlandsferðir, þar á meðal á tónleika, fótboltaleiki og handboltaleiki. Einnig verða fjölskylduferðir, borgarferðir og ævintýraferðir í boði.

Þór og Bragi Hinrik stofnuð ferðaskrifstofuna Markmenn árið 2003. Þar náðu þeir að lækka verð á fótboltaferðum og árið 2006 keypti Iceland Express skrifstofuna og stofnaði Express ferðir. Skömmu síðar hættu þeir í bransanum og hafa síðan þá einungis aðstoðað fjölskyldu og vini við að fá miða á viðburði erlendis. „Við vorum ekki sjálfstæðir lengur og þetta var ekki alveg eins gaman," segir Þór, sem telur að núna sé rétti tíminn til að snúa aftur. Í þetta sinn verða þeir í samstarfi við flugfélagið Wow Air.

„Það er meiri stemning hjá fólki að fara út og gera eitthvað skemmtilegt. Það er búið að vera hálfgert ferðabann hjá fólki síðustu ár."

Þór er ánægður með að vera farinn að selja ferðir til útlanda á nýjan leik. „Þessi ferðabransi er gríðarlega skemmtilegur. Maður er bara spenntur að vakna á morgnana og takast á við verkefni dagsins."- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×