Ævintýrið heldur áfram Baldur Ágústsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir einkunnarorðunum „ævintýrið heldur áfram". Sem ég nú óska skátahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsárin og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim" eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálægir í minningunni. Leikur og þroskiLítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleikur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum". Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og persónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóðfélagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterkari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarnir komið sér vel, ekki síst „pelastikkið" sem ég kann enn áratugum síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnarForeldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þroskandi. Ef þið voruð ekki sjálf í skátunum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa samband við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélögÉg hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfingarinnar og annarrar heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þroskandi viðfangsefni fjarri hættulegum og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir einkunnarorðunum „ævintýrið heldur áfram". Sem ég nú óska skátahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsárin og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim" eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálægir í minningunni. Leikur og þroskiLítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleikur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum". Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og persónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóðfélagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterkari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarnir komið sér vel, ekki síst „pelastikkið" sem ég kann enn áratugum síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnarForeldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þroskandi. Ef þið voruð ekki sjálf í skátunum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa samband við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélögÉg hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfingarinnar og annarrar heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þroskandi viðfangsefni fjarri hættulegum og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóðarinnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun