Ævintýrið heldur áfram Baldur Ágústsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir einkunnarorðunum „ævintýrið heldur áfram". Sem ég nú óska skátahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsárin og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim" eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálægir í minningunni. Leikur og þroskiLítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleikur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum". Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og persónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóðfélagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterkari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarnir komið sér vel, ekki síst „pelastikkið" sem ég kann enn áratugum síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnarForeldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þroskandi. Ef þið voruð ekki sjálf í skátunum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa samband við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélögÉg hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfingarinnar og annarrar heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þroskandi viðfangsefni fjarri hættulegum og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir einkunnarorðunum „ævintýrið heldur áfram". Sem ég nú óska skátahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsárin og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim" eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálægir í minningunni. Leikur og þroskiLítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleikur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum". Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og persónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóðfélagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterkari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarnir komið sér vel, ekki síst „pelastikkið" sem ég kann enn áratugum síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnarForeldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þroskandi. Ef þið voruð ekki sjálf í skátunum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa samband við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélögÉg hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfingarinnar og annarrar heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þroskandi viðfangsefni fjarri hættulegum og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóðarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun