Þriðja hvert stórfyrirtæki í eigu banka 1. apríl 2012 06:00 Ný skýrsla Með útgáfu skýrslunnar er Samkeppniseftirlitið að fylgja eftir stærri skýrslu, "Samkeppnin eftir hrun“, sem gefin var út sumarið 2011. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Bankar eru í ráðandi stöðu í 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun árs 2012. Þeir voru í slíkri stöðu í 46% þeirra í byrjun árs 2011 en á síðasta ári voru 20 stór fyrirtæki seld eða endurskipulögð með þeim hætti að bankarnir hafa ekki lengur þau ítök í rekstri fyrirtækjanna sem þeir höfðu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem ber heitið „Endurreisn fyrirtækja 2012 aflaklær eða uppvakningar?" Skýrslan verður birt opinberlega á mánudag. Í henni kemur fram að stór íslensk fyrirtæki eru mjög skuldsett í alþjóðlegum samanburði. Þar segir að „eftirtektarvert er að skuldir fyrirtækja sem lokið hafa endurskipulagningu eru eftir sem áður almennt mjög miklar. Um þriðjungur stjórnenda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, telja að fyrirtækið geti ekki staðið undir núverandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni." Að mati Samkeppniseftirlitsins stafa margvíslegar hættur af mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Þau geti hvorki veitt keppinautum aðhald né starfað með skilvirkum hætti á markaði. Í skýrslunni segir að „hætt er við því að slíkt fyrirtæki ákveði verð á vöru eða þjónustu í samræmi við slæma skuldastöðu sína sé þess nokkur kostur. Hættan á þessu er þeim mun meiri eftir því sem samkeppni á þeim markaði sem fyrirtækið starfar á er minni og markaðshlutdeild þess meiri". Samkeppniseftirlitið ætlar á næstunni fyrst og fremst að beina sjónum sínum að tvennu í tengslum við eftirlit með endurskipulagningu fyrirtækja. Annars vegar eftirliti með arðsemismarkmiðum fyrirtækja sem enn eru undir yfirráðum banka og hins vegar að tryggja að raunveruleg yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu uppi á borðum. Eftirlitið hefur að undanförnu haft til skoðunar nokkur mál þar sem kannað er hvort myndast hafi yfirráð banka yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum. Í skýrslunni segir að þetta sé sérstaklega mikilvæg spurning vegna „mikillar skuldsetningar fyrirtækja og möguleika banka til að hafa áhrif á rekstur skuldsettra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði." thordur@frettabladid.is Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Bankar eru í ráðandi stöðu í 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun árs 2012. Þeir voru í slíkri stöðu í 46% þeirra í byrjun árs 2011 en á síðasta ári voru 20 stór fyrirtæki seld eða endurskipulögð með þeim hætti að bankarnir hafa ekki lengur þau ítök í rekstri fyrirtækjanna sem þeir höfðu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem ber heitið „Endurreisn fyrirtækja 2012 aflaklær eða uppvakningar?" Skýrslan verður birt opinberlega á mánudag. Í henni kemur fram að stór íslensk fyrirtæki eru mjög skuldsett í alþjóðlegum samanburði. Þar segir að „eftirtektarvert er að skuldir fyrirtækja sem lokið hafa endurskipulagningu eru eftir sem áður almennt mjög miklar. Um þriðjungur stjórnenda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, telja að fyrirtækið geti ekki staðið undir núverandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni." Að mati Samkeppniseftirlitsins stafa margvíslegar hættur af mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Þau geti hvorki veitt keppinautum aðhald né starfað með skilvirkum hætti á markaði. Í skýrslunni segir að „hætt er við því að slíkt fyrirtæki ákveði verð á vöru eða þjónustu í samræmi við slæma skuldastöðu sína sé þess nokkur kostur. Hættan á þessu er þeim mun meiri eftir því sem samkeppni á þeim markaði sem fyrirtækið starfar á er minni og markaðshlutdeild þess meiri". Samkeppniseftirlitið ætlar á næstunni fyrst og fremst að beina sjónum sínum að tvennu í tengslum við eftirlit með endurskipulagningu fyrirtækja. Annars vegar eftirliti með arðsemismarkmiðum fyrirtækja sem enn eru undir yfirráðum banka og hins vegar að tryggja að raunveruleg yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu uppi á borðum. Eftirlitið hefur að undanförnu haft til skoðunar nokkur mál þar sem kannað er hvort myndast hafi yfirráð banka yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum. Í skýrslunni segir að þetta sé sérstaklega mikilvæg spurning vegna „mikillar skuldsetningar fyrirtækja og möguleika banka til að hafa áhrif á rekstur skuldsettra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði." thordur@frettabladid.is
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira